Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar 13. mars 2025 20:02 Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun