„Ég er rasandi hissa á þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 08:02 Höskuldur Þór Þórhallsson og Magnús Traustason. Til að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar lögmanna hnekkt þarf Höskuldur að fara í mál við Magnús. vísir/daníel/aðsend Magnús Traustason er afar hissa á því að þurfa að grípa til varna í sérdeilis sérkennilegu máli. Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segir að svona séu lögin. Málið á sér talsvert langan aðdraganda. Höskuldur var áminntur fyrir að halda fjármunum erfingja eftir í dánarbúi og fyrir að reyna að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagsins. Hann vill hins vegar ekki una áminningunni og til að fá henni hnekkt þarf Höskuldur að stefna Magnúsi. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Suðurlands 8. Apríl. „Maður veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið í raun. Skrítið að úrskurðarnefnd lögmannafélagsins sé laust allra mála en það sé síðan ég sem fæ kæru fyrir þeirra úrskurð!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann telur að þetta hljóti að vera einhver gloppa í lögunum. Og það sem verra er, slíkt hljóti að hafa kælingaráhrif á þá sem hugsanlega vilja kvarta til félagsins. „Það tel ég næsta víst. Maður hefði hugsaði sig um þegar maður lagði fram þessa kvörtun ef þetta hefði verið inni í myndinni.“ Taldi sérkennilegt að þurfa að greiða vexti af erfðafjárskatti Magnús lýsir því svo að hann hafi á sínum tíma haft samband við Lögmannafélagið sem þá vísaði honum á heimasíðu sína, þar væri öllum heimilt að leggja fram kvörtun. Félagið áskildi sér rétt til að rukka fyrir alla vinnu sem það leggði út í ef kvörtunin væri tilhæfulaus með öllu. „En ég lagði sem sagt fram kvörtun. sem ég taldi eðlilega eins og málin stóðu,“ segir Magnús. Lögmannafélagið tók undir sumt, benti á að annað væri fyrnt og enn annað ætti að beinast á annan stað. Magnús Traustason telur afar sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, en að það sé svo að hann beri ábyrgð á úrskurði úrskurðarnefndar lögmannafélagsins.vísir/aðsend „Síðan úrskurða þeir um þetta en við vorum búin að fá rukkun um vangreiddan erfðafjárskatt, tæpu ári eftir að dánarbúið er gert upp. Ég hafði strax samband við skattinn, hvernig við gætum snúið okkur í þessu, hvort það mætti fresta því að greiða þetta. En þar kom fram að við værum ábyrg fyrir þessari skuld og okkar væri að sækja til skiptastjórans með vöxtum og öllum þeim kostnaði sem til félli,“ segir Magnús og vísar þar til Höskuldar. Í þessu ljósi lagði Magnús auk þriggja systkina sinna fram kvörtun. Í lokaorðum úrskurðar frá lögmannafélaginu kemur fram að lögmaðurinn hafi reynt að villa um fyrir þeim, að hann væri búinn að borga þennan erfðafjárskatt. Það vill Magnús meina að hafi ekki verið rétt heldur hafi Höskuldur haldið fénu eftir á vörslureikningi sínum þrátt fyrir að hann hefði átt að gera honum skil. Ber ábyrgð á áminningu lögmannafélagsins „Við fórum svo til lögmannafélagsins 25. janúar í fyrra, þeir tóku kvörtunina fyrir. Síðan kemur 31. janúar og þá er erfðafjárskatturinn greiddur, eftir að þeir hjá lögmannafélaginu voru búnir að ganga á eftir þessu. Í raun og veru gerðum við þetta svona, því okkur var bent á þessa leið, að þetta væri eðlilegur farvegur.“ En Magnús er einn kærður. Hann segir systkini sín hafa skrifað undir kvörtunina en þau ekki sent umboð og hann hafi ekki gengið á eftir því. Enda taldi hann enga ástæðu til þess. „Hann kærir mig fyrir að hafa lagt fram þessa kvörtun og krefst þess að ég dragi hana til baka. Af því að hann fékk áminningu. Og það þykir mér harla skrítið, áminningin er þeirra en ég á að bera ábyrgð á henni?! Þetta er afar skrítið.“ Magnús segir óeðlilega langan tíma að hafa tekið að skipta þessu litla búi sem að mestu var ein lítil íbúð í Reykjavík, eða tvö ár. „Og ennþá núna er maður ekki laus. Mamma dó 2020. Þetta hefur verið afar afar erfitt. Fyrir okkur sem óbreytta borgara. Sem ætluðu að leita réttar síns,“ segir Magnús. En þau hafi svo fengið málið eins og boomerang í andlitið aftur. Magnús bindur vonir við að hann hafi sigur í málinu en þar sé ekki á vísan að róa og svo gæti farið að hann standi uppi með milljóna króna skuld. „Ég vil ekki trúa því en mér er sagt að sé ólíklegt. En, já, ég er rasandi hissa á þessu.“ Átti engin önnur úrræði en að stefna Magnúsi Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segist ekki hafa haft nein önnur úrræði en að stefna Magnúsi. „Ég fékk áminningu, eftir að hann kvartaði til lögmannafélagsins, og ég var ósammála. Ég hef engin úrræði önnur en stefna honum.“ Höskuldur segist ekki geta stefnt lögmannafélaginu né úrskurðarnefnd lögmannafélasgins. „Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og samkvæmt lögum um lögmenn þarf að fara þessa leið. Mér þykir það leitt að svo sé.“ Höskuldur segir úrskurðarnefndina ekki hafa byggt sinn úrskurð á kvörtun þessa manns, kvörtun hans hafi ekki verið tekin til greina á nokkurn hátt. Höskuldur Þór Þórhallsson er því sammála, lögin séu sérkennilegt hvað þetta varði.vísir/daníel „En þeir vildu meina að ég hefði átt að skila erfðafjárskatti þrátt fyrir að það hefði gleymst af sýslumanni að senda inn sérstaka tilkynningu um að búið væri að leggja hann á. Þessir fjármunir lágu bara inni á fjárvörslunni minni.“ Höskuldur segir lögmannafélagið hafa farið yfir þann þátt málsins og hann sé í lagi. „Ég ætla að freista þess að fá úrskurðinn felldan úr gildi.“ Höskuldur segir að Magnúsi hafi verið boðnar sættir en hann var ekki reiðubúinn að fara þá leið. „Hann þurfti ekki að taka til varna en kaus að gera það og það er hans ákvörðun. En þetta er rétt hjá þér, lögin eru því miður svona,“ segir Höskuldur. Lögmennska Dómsmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Málið á sér talsvert langan aðdraganda. Höskuldur var áminntur fyrir að halda fjármunum erfingja eftir í dánarbúi og fyrir að reyna að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagsins. Hann vill hins vegar ekki una áminningunni og til að fá henni hnekkt þarf Höskuldur að stefna Magnúsi. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Suðurlands 8. Apríl. „Maður veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið í raun. Skrítið að úrskurðarnefnd lögmannafélagsins sé laust allra mála en það sé síðan ég sem fæ kæru fyrir þeirra úrskurð!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann telur að þetta hljóti að vera einhver gloppa í lögunum. Og það sem verra er, slíkt hljóti að hafa kælingaráhrif á þá sem hugsanlega vilja kvarta til félagsins. „Það tel ég næsta víst. Maður hefði hugsaði sig um þegar maður lagði fram þessa kvörtun ef þetta hefði verið inni í myndinni.“ Taldi sérkennilegt að þurfa að greiða vexti af erfðafjárskatti Magnús lýsir því svo að hann hafi á sínum tíma haft samband við Lögmannafélagið sem þá vísaði honum á heimasíðu sína, þar væri öllum heimilt að leggja fram kvörtun. Félagið áskildi sér rétt til að rukka fyrir alla vinnu sem það leggði út í ef kvörtunin væri tilhæfulaus með öllu. „En ég lagði sem sagt fram kvörtun. sem ég taldi eðlilega eins og málin stóðu,“ segir Magnús. Lögmannafélagið tók undir sumt, benti á að annað væri fyrnt og enn annað ætti að beinast á annan stað. Magnús Traustason telur afar sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, en að það sé svo að hann beri ábyrgð á úrskurði úrskurðarnefndar lögmannafélagsins.vísir/aðsend „Síðan úrskurða þeir um þetta en við vorum búin að fá rukkun um vangreiddan erfðafjárskatt, tæpu ári eftir að dánarbúið er gert upp. Ég hafði strax samband við skattinn, hvernig við gætum snúið okkur í þessu, hvort það mætti fresta því að greiða þetta. En þar kom fram að við værum ábyrg fyrir þessari skuld og okkar væri að sækja til skiptastjórans með vöxtum og öllum þeim kostnaði sem til félli,“ segir Magnús og vísar þar til Höskuldar. Í þessu ljósi lagði Magnús auk þriggja systkina sinna fram kvörtun. Í lokaorðum úrskurðar frá lögmannafélaginu kemur fram að lögmaðurinn hafi reynt að villa um fyrir þeim, að hann væri búinn að borga þennan erfðafjárskatt. Það vill Magnús meina að hafi ekki verið rétt heldur hafi Höskuldur haldið fénu eftir á vörslureikningi sínum þrátt fyrir að hann hefði átt að gera honum skil. Ber ábyrgð á áminningu lögmannafélagsins „Við fórum svo til lögmannafélagsins 25. janúar í fyrra, þeir tóku kvörtunina fyrir. Síðan kemur 31. janúar og þá er erfðafjárskatturinn greiddur, eftir að þeir hjá lögmannafélaginu voru búnir að ganga á eftir þessu. Í raun og veru gerðum við þetta svona, því okkur var bent á þessa leið, að þetta væri eðlilegur farvegur.“ En Magnús er einn kærður. Hann segir systkini sín hafa skrifað undir kvörtunina en þau ekki sent umboð og hann hafi ekki gengið á eftir því. Enda taldi hann enga ástæðu til þess. „Hann kærir mig fyrir að hafa lagt fram þessa kvörtun og krefst þess að ég dragi hana til baka. Af því að hann fékk áminningu. Og það þykir mér harla skrítið, áminningin er þeirra en ég á að bera ábyrgð á henni?! Þetta er afar skrítið.“ Magnús segir óeðlilega langan tíma að hafa tekið að skipta þessu litla búi sem að mestu var ein lítil íbúð í Reykjavík, eða tvö ár. „Og ennþá núna er maður ekki laus. Mamma dó 2020. Þetta hefur verið afar afar erfitt. Fyrir okkur sem óbreytta borgara. Sem ætluðu að leita réttar síns,“ segir Magnús. En þau hafi svo fengið málið eins og boomerang í andlitið aftur. Magnús bindur vonir við að hann hafi sigur í málinu en þar sé ekki á vísan að róa og svo gæti farið að hann standi uppi með milljóna króna skuld. „Ég vil ekki trúa því en mér er sagt að sé ólíklegt. En, já, ég er rasandi hissa á þessu.“ Átti engin önnur úrræði en að stefna Magnúsi Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segist ekki hafa haft nein önnur úrræði en að stefna Magnúsi. „Ég fékk áminningu, eftir að hann kvartaði til lögmannafélagsins, og ég var ósammála. Ég hef engin úrræði önnur en stefna honum.“ Höskuldur segist ekki geta stefnt lögmannafélaginu né úrskurðarnefnd lögmannafélasgins. „Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og samkvæmt lögum um lögmenn þarf að fara þessa leið. Mér þykir það leitt að svo sé.“ Höskuldur segir úrskurðarnefndina ekki hafa byggt sinn úrskurð á kvörtun þessa manns, kvörtun hans hafi ekki verið tekin til greina á nokkurn hátt. Höskuldur Þór Þórhallsson er því sammála, lögin séu sérkennilegt hvað þetta varði.vísir/daníel „En þeir vildu meina að ég hefði átt að skila erfðafjárskatti þrátt fyrir að það hefði gleymst af sýslumanni að senda inn sérstaka tilkynningu um að búið væri að leggja hann á. Þessir fjármunir lágu bara inni á fjárvörslunni minni.“ Höskuldur segir lögmannafélagið hafa farið yfir þann þátt málsins og hann sé í lagi. „Ég ætla að freista þess að fá úrskurðinn felldan úr gildi.“ Höskuldur segir að Magnúsi hafi verið boðnar sættir en hann var ekki reiðubúinn að fara þá leið. „Hann þurfti ekki að taka til varna en kaus að gera það og það er hans ákvörðun. En þetta er rétt hjá þér, lögin eru því miður svona,“ segir Höskuldur.
Lögmennska Dómsmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira