Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 15:04 Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum í Verbúðinni. Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum. Variety greinir frá því að serían sé í bígerð. Svo virðist vera sem um beint framhald af Verbúðinni sé að ræða, en sú sería sló í gegn þegar hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu jólin 2021 og út janúar 2022. Þættirnir fjölluðu um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983, á sama tíma og kvótakerfið er að verða til. Söguþræði framhaldsseríunnar er lýst í umfjöllun Variety. Þar segir að þegar ríkisstjórn Íslands leitist við að endurheimta nýlega einkavæddan fiskikvóta átti kvótaeigandinn Harpa Sigurðardóttir sig á því að eina leiðin til að tryggja eignarhald sitt á kvótanum í sessi sé sú að eignast banka. Það reynist þrautin þyngri. Nína Dögg Filippusdóttir mun aftur fara með hlutverk Hörpu. Þá munu Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason sjá um handrit og leikstjórn líkt og í fyrri seríunni. Francesco Capurro stjórnandi hátíðarinnar Series Mania eys lofi yfir þá Gísla og Björn hlyn í umfjöllun Variety. Hann segir þá mikil hæfileikabúnt sem hafi getuna til þess að segja staðbundnar sögur sem heilli þvert á landamæri. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Variety greinir frá því að serían sé í bígerð. Svo virðist vera sem um beint framhald af Verbúðinni sé að ræða, en sú sería sló í gegn þegar hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu jólin 2021 og út janúar 2022. Þættirnir fjölluðu um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983, á sama tíma og kvótakerfið er að verða til. Söguþræði framhaldsseríunnar er lýst í umfjöllun Variety. Þar segir að þegar ríkisstjórn Íslands leitist við að endurheimta nýlega einkavæddan fiskikvóta átti kvótaeigandinn Harpa Sigurðardóttir sig á því að eina leiðin til að tryggja eignarhald sitt á kvótanum í sessi sé sú að eignast banka. Það reynist þrautin þyngri. Nína Dögg Filippusdóttir mun aftur fara með hlutverk Hörpu. Þá munu Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason sjá um handrit og leikstjórn líkt og í fyrri seríunni. Francesco Capurro stjórnandi hátíðarinnar Series Mania eys lofi yfir þá Gísla og Björn hlyn í umfjöllun Variety. Hann segir þá mikil hæfileikabúnt sem hafi getuna til þess að segja staðbundnar sögur sem heilli þvert á landamæri.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00
Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. 2. febrúar 2022 16:03
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein