Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 06:32 Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, sést hér fyrir framan líkan af nýja Manchester United leikvanginum og umhverfi hans. @ManUtd Omar Berrada, framkvæmdastjóri Manchester United, fer ekkert í felur með það að sú ákvörðun félagsins að byggja nýjan stórglæsilegan leikvang gæti haft talsverð áhrif á rekstur félagsins á næstu árum. Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira