Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 23:31 Fabio Capello er ekki hrifinn af Pep Guardiola og segir mikil áhrif hans vera slæm fyrir fótboltann. AFP/FADEL SENNA/Oli SCARFF Eitt er víst. Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á sér marga aðdáendur en Ítalinn Fabio Capello er ekki í þeirra hópi. Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira