„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Formaður Demokraatit, Jens-Frederik Nielsen, fékk eflaust mörg faðmlög þegar úrslit fóru að skýrast enda vann flokkur hans stórsigur í kosningunum á Grænlandi. AP/Ritzeau/Mads Claus Rasmussen Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira