„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Formaður Demokraatit, Jens-Frederik Nielsen, fékk eflaust mörg faðmlög þegar úrslit fóru að skýrast enda vann flokkur hans stórsigur í kosningunum á Grænlandi. AP/Ritzeau/Mads Claus Rasmussen Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema. Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Vilborg er stödd í Nuuk þar sem hún hefur fylgst grannt með kosningunum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu.Vísir „Þetta voru vissulega óvænt úrslit. Það var svona frekar haldið að stjórnarflokkarnir myndu halda, en að demókrataflokkurinn, sem er svona mið- hægriflokkur, og Naleraq, sem vill ganga hvað lengst í að slíta sambandinu við Danmörku og efla tengslin við Bandaríkin, það var búist við að þessir flokkar fengju eitthvað aukið fylgi en ekki svona mikið,“ segir Vilborg. Úrslitin eru söguleg. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi.“ Sammála um sjálfstæði en ósammála um leiðirnar Demókratar hafi þrefaldað sitt fylgi og Naleraq tvöfaldaði sitt frá síðustu kosningum á meðan stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Það er þó ekki talið líklegt flokkarnir tveir sem fengu mest fylgi myndi saman meirihluta. „Þessir tveir flokkar eru mjög ólíkir þannig það er ákveðinn klofningur. Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill og hvernig ferlið á að vera og sambandið við Danmörku í framtíðinni,“ segir Vilborg. Stjórnarmyndunarviðræður framundan Flóknar en áhugaverðar stjórnarmyndunarviðræður gætu verið framundan, en sextán þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Líklegra þykir að demókratarnir semji við IA sem leitt hefur landstjórn Grænlands síðasta kjörtímabil, en flokkarnir tveir gætu myndað eins manns meirihluta. „Þannig það er líklegt að þeir myndu vilja taka þá inn Siumut, jafnaðarmannaflokkinn, eða Atassut,“ segir Vilborg. Demókratarnir fá stjórnarmyndunarumboðið sem stærsti flokkurinn og ljóst að flokkurinn kemur þá inn í stjórn með einhverjar nýjar og breyttar áherslur, jafnvel þótt annar eða báðir núverandi stjórnarflokka gætu tekið þátt í meirihlutanum. „Demókratarnir eru mjög varfærnir í tengslum við sambandið við Danmörku og hafa ekki verið sá flokkur sem hefur verið mest að tala fyrir sjálfstæði strax eða draga mikið úr samskiptum við Danmörku heldur frekar í hina áttina,“ segir Vilborg. Áherslur flokksins svipa kannski einna helst til Viðreisnar í íslenskum samanburði að sögn Vilborgar, frjálslyndur miðju-hægri flokkur, þótt ekki sé um nákvæma hliðstæðu að ræða.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira