Northvolt í þrot Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 08:12 Um fimm þúsund starfsmenn Northvolt missa vinnuna, flestir í Skellefteå. Vísir/NTB Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand. Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55