Fótbolti

Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Désiré Doué fagnar eftir að Paris Saint-Germain sló Liverpool út í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Désiré Doué fagnar eftir að Paris Saint-Germain sló Liverpool út í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. ap/jon super

Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Flestra augu voru á Anfield þar sem Liverpool tók á móti PSG. Rauði herinn var með 0-1 forystu eftir fyrri leikinn í París.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær. Það gerði Ousmane Dembélé á 12. mínútu.

Úrslit einvígisins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, varði tvær spyrnur, frá Darwin Núnez og Curtis Jones. Gestirnir skoruðu aftur á móti úr öllum fjórum spyrnum sínum.

Harry Kane skoraði fyrra mark Bayern gegn Bayer Leverkusen og lagði það seinna upp fyrir Alphonso Davies. Bæjarar unnu leikinn, 0-2, og einvígið, 5-0 samanlagt.

Í átta liða úrslitunum mætir Bayern Inter sem sigraði Feyenoord í gær, 2-1. Marcus Thuram kom ítalska liðinu yfir á 8. mínútu en Jakub Moder jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Hakan Calhanoglu skoraði svo sigurmark heimamanna snemma í seinni hálfleik. Inter vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-1 samanlagt.

Raphinha skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Barcelona bar sigurorð af Benfica, 3-1, á heimavelli. Ungstirnið Lamine Yamal var einnig á skotskónum fyrir Barcelona sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Nicolás Otamendi skoraði mark Benfica.

Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær sem og vítakeppnina í leik Liverpool og PSG má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Liverpool 0-1 PSG og vítakeppnin
Klippa: Mörkin úr Meistaradeildinni 11. mars 2025

Tengdar fréttir

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×