Halldór Hafsteinsson fjárfestir er kaupandi alls hlutafjár Sigurlaugar í báðum félögum en Halldór, sem er fyrrverandi eiginmaður hennar, er í hópi núverandi eigenda ásamt Önnu Lísu Sigurjónsdóttur í gegnum eignarhaldsfélagið Ablos.
Ekki fást upplýsingar um kaupverðið í viðskiptunum.
Undir merkjum ION eru starfrækt fjögur hótel – ION Adventure á Nesjavöllum, ION City á Laugavegi, Von hótel á Laugavegi og Hótel Búðir auk veitingastaðarins Von Restaurant og helmingshlutar í veitingastöðunum Sumac og Óx.

ION hótelið á Nesjavöllum var byggt árið 2013. Á síðasta ári réðst félagið í miklar framkvæmdir og var hótelið stækkað úr 45 herbergjum í 66. Þá var sömuleiðis farið í miklar endurbætur á Hótel Búðum og herbergjum fjölgað þar líka.
Samkvæmt síðasta birta ársreikningi ION Hotels þá námu tekjur félagsins um 1.110 milljónum króna á árinu 2023 og var þá lítilsháttar tap á rekstrinum. Með stækkun á ION Adventure hótelinu er hins vegar talið að rekstrarhagkvæmnin aukist og horfurnar séu því bjartar.
Bókfært virði fjárfestingareigna Hengils var ríflega fjórir milljarðar í árslok 2023 og eigið fé félagsins var um 2,3 milljarðar. Helstu eignir Hengils eru hótelið á Hengilssvæðinu ásamt Laugavegi 28.