Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 09:03 Gísli hefur gert vel á skömmum tíma í Póllandi en ljóst er að leiktíð hans er lokið. Mynd: Lech Poznan Gísli Gottskálk Þórðarson hefur farið glimrandi vel af stað hjá nýju liði í Póllandi og bankaði á dyrnar í íslenska A-landsliðinu þegar hann varð fyrir miklu áfalli. Útlit er fyrir að leiktíð hans sé lokið. Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38