Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2025 07:01 Jack Grealish fór út á lífið í Newcastle nýverið. Mike Egerton/Getty Images Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira