Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 22:31 Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira