Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 11:35 Maðurinn hefur komið sér fyrir á syllu mörgum metrum fyrir ofan jörðu og stendur þar með Palestínufána. AP Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025 Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025
Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira