Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 11:35 Maðurinn hefur komið sér fyrir á syllu mörgum metrum fyrir ofan jörðu og stendur þar með Palestínufána. AP Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025 Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025
Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira