„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 22:10 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, talar við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. „Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
„Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti