Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2025 09:02 Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun