Upplifir lífið eins og stofufangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 19:38 Björk Sigurðardóttir, móðir og baráttukona. Vísir/Lýður Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“: Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“:
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira