Mannskæð átök í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 14:13 Víða hefur verið mótmælt í Sýrlandi. Eftir því hvar mótmælin hafa verið haldin haffa þau annað hvort verið til stuðnings nýrrar ríkisstjórnar eða gegn henni. AFP/Ho Sana Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær. Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41