Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 06:32 Hetjurnar Harvey Elliott og Alisson faðmast eftir 1-0 sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. AFP/Anne-Christine POUJOULAT Harvey Elliott var hetja Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en þessi ungi leikmaður hefur ekki fengið mikið að spila hjá Arne Slot á þessu tímabili. Elliott kom inn á fyrir Mohamed Salah á lokakafla leiksins og skoraði sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu mínútu síðar. Harvey Elliott með Arne Slot eftir leikinn.AFP/FRANCK FIFE Liverpool átti undir högg að sækja allan leikinn á móti Paris Saint-Germain en fór heim með 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Elliott. Elliott er 21 árs gamall og hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra þeirra. „Já við höfum átt samtöl,“ sagði Harvey Elliott aðspurður um hvort hann hafi rætt hlutverk sitt við hollenska knattspyrnustjórann. “Someone had to repay Alisson for all those saves today.” 😅Harvey Elliott was happy to step up with the winner after his keeper’s big performance 💪 pic.twitter.com/OqobzjR0MO— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 6, 2025 Við ræddum allt „Mjög hreinskilin samtöl það sem við ræddum allt. Það er undir mér komið að leggja á mig vinnuna og sýna honum það sem hann vill sjá frá mér. Ég er að reyna að vinna í þessum málum og að reyna að bæta mig til að komast í liðið,“ sagði Elliott. „Á sama tíma þá get ég ekki orðið eitthvað reiður eða pirraður því liðið er að standa sig stórkostlega. Þetta er liðsleikur og snýst því ekki um mig. Ég verð bara að passa upp á það að ég sé tilbúinn þegar kallið kemur eins og í þessum leik. Ég verð að vera með rétta hugarfarið til að koma inn á völlinn og reyna að hafa áhrif á leikina,“ sagði Elliott. Hefur enn hungrið „Það koma upp stundir þar sem ég vil spila en það er ekki að gerast. Svo koma líka svona kvöld og það heldur mér á tánum og ég hef enn hungrið til að fara út á völl og sýna að ég get haft áhrif á leikina,“ sagði Elliott. „Það er ekki bara ég heldur allir fótboltamenn vilja spila alla leiki. Það er bara ekki mannlega mögulegt og þú þarft því að bíða eftir þínum tækifærum. Svo koma svona kvöld eins og í París og þá er bara að njóta þess og grípa tækifærið,“ sagði Elliott. "Open your body up and whip it round the corner" 😅 Steve McManaman told Harvey Elliott exactly what he needed to do at half-time 😉📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/fB2k36Amdo— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 5, 2025 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Elliott kom inn á fyrir Mohamed Salah á lokakafla leiksins og skoraði sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu mínútu síðar. Harvey Elliott með Arne Slot eftir leikinn.AFP/FRANCK FIFE Liverpool átti undir högg að sækja allan leikinn á móti Paris Saint-Germain en fór heim með 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Elliott. Elliott er 21 árs gamall og hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra þeirra. „Já við höfum átt samtöl,“ sagði Harvey Elliott aðspurður um hvort hann hafi rætt hlutverk sitt við hollenska knattspyrnustjórann. “Someone had to repay Alisson for all those saves today.” 😅Harvey Elliott was happy to step up with the winner after his keeper’s big performance 💪 pic.twitter.com/OqobzjR0MO— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 6, 2025 Við ræddum allt „Mjög hreinskilin samtöl það sem við ræddum allt. Það er undir mér komið að leggja á mig vinnuna og sýna honum það sem hann vill sjá frá mér. Ég er að reyna að vinna í þessum málum og að reyna að bæta mig til að komast í liðið,“ sagði Elliott. „Á sama tíma þá get ég ekki orðið eitthvað reiður eða pirraður því liðið er að standa sig stórkostlega. Þetta er liðsleikur og snýst því ekki um mig. Ég verð bara að passa upp á það að ég sé tilbúinn þegar kallið kemur eins og í þessum leik. Ég verð að vera með rétta hugarfarið til að koma inn á völlinn og reyna að hafa áhrif á leikina,“ sagði Elliott. Hefur enn hungrið „Það koma upp stundir þar sem ég vil spila en það er ekki að gerast. Svo koma líka svona kvöld og það heldur mér á tánum og ég hef enn hungrið til að fara út á völl og sýna að ég get haft áhrif á leikina,“ sagði Elliott. „Það er ekki bara ég heldur allir fótboltamenn vilja spila alla leiki. Það er bara ekki mannlega mögulegt og þú þarft því að bíða eftir þínum tækifærum. Svo koma svona kvöld eins og í París og þá er bara að njóta þess og grípa tækifærið,“ sagði Elliott. "Open your body up and whip it round the corner" 😅 Steve McManaman told Harvey Elliott exactly what he needed to do at half-time 😉📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/fB2k36Amdo— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 5, 2025
Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira