FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 15:01 Lionel Messi með HM-styttuna eftir að Argentína vann síðasta 32 þjóða mótið, í Katar 2022. Getty/Marc Atkins Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030. Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira