Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Þetta sætir furðu í ljósi þess að skólaeinkunnir eru ósamanburðarhæfar á milli skóla. Þannig segir rannsókn Menntamálastofnunar frá 2022 að „35% nemenda búa við það að [skólaeinkunn] þeirra er líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla. [...] Ósamræmi er í hvernig námsmati er beitt eftir skólum.“ Önnur rannsókn sömu stofnunar staðfesti þráláta einkunnaverðbólgu skólaeinkunna jafnvel þótt skipt hefði verið úr tölustöfum yfir í bókstafi til að reyna að sporna við henni. Frumvarp ráðherra þýðir því að enginn samanburðarhæfur mælikvarði verður til um gæði skólastarfs eða færni barna við lok grunnskólagöngu. Þá verður umsóknum barna um framhaldsskólavist forgangsraðað út frá einkunnum sem eru ósamanburðarhæfar. Afleiðingin er að brotið verður gegn reglu um jafnræði óháð búsetu, bæði á meðan grunnskólagöngu stendur og einnig við innritun í framhaldsskóla. Hver eru rök ráðherrans fyrir þessu? Í umræðum um málið á Alþingi nefnir hún tvö atriði: „Svo er það náttúrlega líka ekki gott að vera með samræmd próf í 10. bekk því að þá fer allur veturinn í að kenna út frá því. [...] Svo er líka hætta á því að samræmd lokapróf [...] leiði til einsleits nemendahóps [...] Framhaldsskólar verða líka að taka ábyrgð á því að stuðla að fjölbreyttu samfélagi.“ Fyrri röksemdin stenst ekki skoðun. Samræmd próf kanna færni nemenda samkvæmt aðalnámskrá, til dæmis í lestri, reikningi og náttúruvísindum. Ef kennsla snýst um að tryggja að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár er það einmitt til marks um að prófin virki sem skyldi. Heilbrigt skólastarf byggir á skýrum hæfniviðmiðum og kennarar stýra síðan sinni kennslu með þau í huga. Seinni röksemdin gengur út frá því að yfirvöld eigi að tryggja „fjölbreytni“ í nemendahópum frekar en að einstaklingar komist áfram á eigin verðleikum. Þessi afstaða virðist byggja á úreltum hugmyndum um jafnar útkomur fremur en jöfn tækifæri. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að stýra samsetningu nemendahópa framhaldsskóla út frá óskýrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Stjórnvöld eiga að tryggja jafnræði: öll börn eiga að njóta sanngjarns og gagnsæs mats á færni sinni og hafa sömu tækifæri til að komast áfram á eigin verðleikum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp ráðherra. Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn þar sem við leggjum til að samræmd próf verði notuð sem lokamat grunnskóla í stað skólaeinkunna. Vonandi verður sú breyting að veruleika. Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun