Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:01 Paulo Fonseca virtist hreinlega ætla að skalla dómarann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins. Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá. Franski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá.
Franski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira