Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Frá ráðstefnunni í Hörpu um hugvíkkandi efni. Vísir/Vilhelm Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“ Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“
Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira