Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 15:47 Ivan Perisic fagnar marki gegn Juventus í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Koen van Weel Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira