Stórmyndir í útrýmingarhættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Björn segist sammála strákunum í Brennslunni um það að færri hafi séð Óskarsmyndir á borð við Anora heldur en þær myndir sem eitt sinn unnu til sömu verðlaunanna. Vísir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu. Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957. Þeir félagar Egill Ploder og Rikki G. veltu þar fyrir sér í gær hvers vegna þeir hefðu aldrei kannast eins lítið við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru í ár sem besta myndin á Óskarnum sem fram fór á sunnudagskvöldið. Þeir eru ekki þeir einu en sömu umræðu bar á góma í Reykjavík síðdegis í gær á Bylgjunni þar sem þáttastjórnendur könnuðust ekki við að hafa séð myndirnar sem tilnefndar voru. Kvikmyndin Anora vann til verðlaunanna á Óskarnum í ár. Peningurinn í sjónvarpið „Það hafa orðið risabreytingar síðustu tuttugu árin. Sú fyrsta verður með handritabissnessinn í Hollywood, sem toppar í kringum 2000,“ segir Björn Berg meðal annars í Brennslunni. Hann segir að þá hafi verið gósentíð fyrir handritshöfunda sem hafi fengið gríðarlegar fjárhæðir fyrir að selja frumleg kvikmyndahandrit. „Þarna ertu með handritshöfunda sem skrifa geggjuð handrit og svo keppast stúdíóin við að kaupa þetta. Svo minnkar það, minnkar og minnkar og það gerist algjörlega í hlutfalli við HBO,“ segir Björn. Þannig fái höfundarnir í dag mun meiri tekjur af því að skrifa sjónvarpsþætti á sama tíma og það sé orðin of mikil áhætta fyrir kvikmyndaver að hætta á að framleiða frumlegar bíómyndir sem ekki er víst að muni skilja sér í tekjum. Sölur af DVD og spólum hafi á sínum tíma skilað miklu. „Það er orðið meiri áhætta að búa til bíómynd vegna þess að þú færð aldrei annan sjéns með því að gefa hana út á DVD í dag. Það verður til þess að þú tekur ekki sénsinn á því að kaupa frumlegt handrit, þannig það eru ekki sömu peningar sem handritshöfundur getur fengið við að selja handrit af bíómynd, hann fær miklu meira fyrir að skrifa sjónvarpsþætti. Þú gerir miklu frekar True Detective seríu og færð miklu meira frekar en að selja eitthvað handrit að bíómynd til Hollywood.“ Óskarsmyndirnar ekki að græða eins mikið Þá segir Björn Berg í Brennslunni að einhverskonar stefnubreyting virðist hafa orðið þegar kemur að því hvaða myndir eru tilnefndar til Óskarsins. Hann segist ekki viss hvort það tengist málinu en segir athyglisvert að til ársins 2010 hafi myndir sem vinna til verðlaunanna heimsfrægu verið tvöfalt dýrari í framleiðslu. „Það er samt líka þannig að þegar ég fór að bera saman dýrustu mynd hvers árs og síðan myndina sem vann Óskarsverðlaun þá hafði munurinn verið enn þá meiri á tekjum myndanna. Semsagt, myndin sem vann Óskarsverðlaun græddi hlutfallslega rosalega mikið miðað við myndina sem var dýrust. Svo breytist það,“ útskýrir Björn sem bar saman tímabilin 2000 til 2009 og 2010 til 2018. „Þannig að þrátt fyrir að myndirnar séu ódýrari sem eru að vinna þá skila þær líka minni tekjum. Þannig það virðist vera að myndirnar sem eru að vinna Óskarsverðlaun í dag, þær eru bæði ódýrari í framleiðslu en það eru líka bara færri sem fara að sjá þær.“ Björn segir miklu muna að eitt sinn hafi myndir líka getað slegið í gegn á DVD eða spólum, hafi þær ekki slegið í gegn í kvimyndahúsum. Hann nefnir Shawshank Redemption sem dæmi um þetta, enginn hafi séð hana í bíó en hún hafi slegið í gegn eftir á. „Núna er það farið. Jú vissulega getur komið mynd í bíó og það fer enginn að sjá hana, hún vinnur Óskarinn og þá kemur hún á streymi en það eru ekki alvöru peningar í streymi fyrir hverja og eina bíómynd.“ Deilir áhyggjum Zemeckis af stórmyndunum Björn Berg rifjar í Brennslunni upp stórmyndir (e. blockbuster) fyrri ára. Kvikmyndaver hafi getað gert frumlegar stórmyndir á borð við Silence of the Lambs, Die Hard, Jurassic Park og Matrix. Undanfarin ár hafi allar slíkar myndir verið framhaldsmyndir, þar sem kvikmyndaver þori ekki að taka séns utan eins og eins kvikmyndagerðarmanns á borð við Christopher Nolan. „Þetta er í algjörri útrýmingarhættu,“ segir Björn sem tekur undir með þeim félögum í þættinum að hann hafi ekki heldur séð myndirnar sem tilnefndar voru til Óskarsins í ár þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á kvikmyndum. Björn segir staðreyndina líka vera þá að það sé erfitt að koma út á sléttu þegar gerðar séu bíómyndir í dag, þar sem það séu ekki sömu peningar í boði og voru áður þegar ekki er sama sala á DVD myndum. Streymisveitur undirverðleggi sig og í dag sé hlutfallslega ódýrara að horfa á bíómyndir heima en það var í gamla daga þegar þurfti að taka þær á vídjóleigum. 1500 krónur fyrir eina gamla og eina nýja mynd á vídjóleigu sé svipað áskriftarverði að einni streymisveitu í dag. Björn segir það merkilega vera að á sama tíma hafi verð í bíó ekki hækkað hlutfallslega. Þá rifjar hann það upp að hans uppáhalds maður kvikmyndaleikstjórinn Robert Zemeckis hafi verið staddur á landinu fyrir skömmu síðan. Hann hafi spurt hann í gegnum félaga sinn um framtíð stórmyndarinnar. „Ég spurði þessarar spurningar: Vegna þess að það er svo mikil áhætta að setja verulegan pening í að búa til Back to the Future, What lies beneath, Castaway, þessar myndir sem hann var að gera, það er svo mikil áhætta að gera þetta og peningurinn og hæfileikarnir, framleiðendurnir, leikstjórarnir og handritshöfundarnir fara allir í sjónvarp, er hætta á því að original blockbuester myndin, Robert Zemeckis myndirnar séu að deyja út? Og hann svaraði því játandi. Að það sé veruleg hætta að við séum að missa þetta. Og ég segi: Þá erum við að missa helvíti mikið.“ Bíó og sjónvarp Brennslan Óskarsverðlaunin Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957. Þeir félagar Egill Ploder og Rikki G. veltu þar fyrir sér í gær hvers vegna þeir hefðu aldrei kannast eins lítið við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru í ár sem besta myndin á Óskarnum sem fram fór á sunnudagskvöldið. Þeir eru ekki þeir einu en sömu umræðu bar á góma í Reykjavík síðdegis í gær á Bylgjunni þar sem þáttastjórnendur könnuðust ekki við að hafa séð myndirnar sem tilnefndar voru. Kvikmyndin Anora vann til verðlaunanna á Óskarnum í ár. Peningurinn í sjónvarpið „Það hafa orðið risabreytingar síðustu tuttugu árin. Sú fyrsta verður með handritabissnessinn í Hollywood, sem toppar í kringum 2000,“ segir Björn Berg meðal annars í Brennslunni. Hann segir að þá hafi verið gósentíð fyrir handritshöfunda sem hafi fengið gríðarlegar fjárhæðir fyrir að selja frumleg kvikmyndahandrit. „Þarna ertu með handritshöfunda sem skrifa geggjuð handrit og svo keppast stúdíóin við að kaupa þetta. Svo minnkar það, minnkar og minnkar og það gerist algjörlega í hlutfalli við HBO,“ segir Björn. Þannig fái höfundarnir í dag mun meiri tekjur af því að skrifa sjónvarpsþætti á sama tíma og það sé orðin of mikil áhætta fyrir kvikmyndaver að hætta á að framleiða frumlegar bíómyndir sem ekki er víst að muni skilja sér í tekjum. Sölur af DVD og spólum hafi á sínum tíma skilað miklu. „Það er orðið meiri áhætta að búa til bíómynd vegna þess að þú færð aldrei annan sjéns með því að gefa hana út á DVD í dag. Það verður til þess að þú tekur ekki sénsinn á því að kaupa frumlegt handrit, þannig það eru ekki sömu peningar sem handritshöfundur getur fengið við að selja handrit af bíómynd, hann fær miklu meira fyrir að skrifa sjónvarpsþætti. Þú gerir miklu frekar True Detective seríu og færð miklu meira frekar en að selja eitthvað handrit að bíómynd til Hollywood.“ Óskarsmyndirnar ekki að græða eins mikið Þá segir Björn Berg í Brennslunni að einhverskonar stefnubreyting virðist hafa orðið þegar kemur að því hvaða myndir eru tilnefndar til Óskarsins. Hann segist ekki viss hvort það tengist málinu en segir athyglisvert að til ársins 2010 hafi myndir sem vinna til verðlaunanna heimsfrægu verið tvöfalt dýrari í framleiðslu. „Það er samt líka þannig að þegar ég fór að bera saman dýrustu mynd hvers árs og síðan myndina sem vann Óskarsverðlaun þá hafði munurinn verið enn þá meiri á tekjum myndanna. Semsagt, myndin sem vann Óskarsverðlaun græddi hlutfallslega rosalega mikið miðað við myndina sem var dýrust. Svo breytist það,“ útskýrir Björn sem bar saman tímabilin 2000 til 2009 og 2010 til 2018. „Þannig að þrátt fyrir að myndirnar séu ódýrari sem eru að vinna þá skila þær líka minni tekjum. Þannig það virðist vera að myndirnar sem eru að vinna Óskarsverðlaun í dag, þær eru bæði ódýrari í framleiðslu en það eru líka bara færri sem fara að sjá þær.“ Björn segir miklu muna að eitt sinn hafi myndir líka getað slegið í gegn á DVD eða spólum, hafi þær ekki slegið í gegn í kvimyndahúsum. Hann nefnir Shawshank Redemption sem dæmi um þetta, enginn hafi séð hana í bíó en hún hafi slegið í gegn eftir á. „Núna er það farið. Jú vissulega getur komið mynd í bíó og það fer enginn að sjá hana, hún vinnur Óskarinn og þá kemur hún á streymi en það eru ekki alvöru peningar í streymi fyrir hverja og eina bíómynd.“ Deilir áhyggjum Zemeckis af stórmyndunum Björn Berg rifjar í Brennslunni upp stórmyndir (e. blockbuster) fyrri ára. Kvikmyndaver hafi getað gert frumlegar stórmyndir á borð við Silence of the Lambs, Die Hard, Jurassic Park og Matrix. Undanfarin ár hafi allar slíkar myndir verið framhaldsmyndir, þar sem kvikmyndaver þori ekki að taka séns utan eins og eins kvikmyndagerðarmanns á borð við Christopher Nolan. „Þetta er í algjörri útrýmingarhættu,“ segir Björn sem tekur undir með þeim félögum í þættinum að hann hafi ekki heldur séð myndirnar sem tilnefndar voru til Óskarsins í ár þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á kvikmyndum. Björn segir staðreyndina líka vera þá að það sé erfitt að koma út á sléttu þegar gerðar séu bíómyndir í dag, þar sem það séu ekki sömu peningar í boði og voru áður þegar ekki er sama sala á DVD myndum. Streymisveitur undirverðleggi sig og í dag sé hlutfallslega ódýrara að horfa á bíómyndir heima en það var í gamla daga þegar þurfti að taka þær á vídjóleigum. 1500 krónur fyrir eina gamla og eina nýja mynd á vídjóleigu sé svipað áskriftarverði að einni streymisveitu í dag. Björn segir það merkilega vera að á sama tíma hafi verð í bíó ekki hækkað hlutfallslega. Þá rifjar hann það upp að hans uppáhalds maður kvikmyndaleikstjórinn Robert Zemeckis hafi verið staddur á landinu fyrir skömmu síðan. Hann hafi spurt hann í gegnum félaga sinn um framtíð stórmyndarinnar. „Ég spurði þessarar spurningar: Vegna þess að það er svo mikil áhætta að setja verulegan pening í að búa til Back to the Future, What lies beneath, Castaway, þessar myndir sem hann var að gera, það er svo mikil áhætta að gera þetta og peningurinn og hæfileikarnir, framleiðendurnir, leikstjórarnir og handritshöfundarnir fara allir í sjónvarp, er hætta á því að original blockbuester myndin, Robert Zemeckis myndirnar séu að deyja út? Og hann svaraði því játandi. Að það sé veruleg hætta að við séum að missa þetta. Og ég segi: Þá erum við að missa helvíti mikið.“
Bíó og sjónvarp Brennslan Óskarsverðlaunin Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira