Peter Lim, eigandi Valencia, réð nefnilega son sinn Kiat sem nýjan forseta félagsins.
Kiat tekur við starfi Layhoon Chan sem hætti á dögunum. Báðir fegðarnir hafa verið sjaldgæf sjón á leikjum liðsins.
Stuðningsmenn Valencia hafa verið að mótmæla stjórnarháttum Peter Lim í mörg ár en hann er frá Singapúr.
Milljarðamæringurinn keypti spænska félagið árið 2014 en stuðningsmenn halda því fram að hann sýni félaginu engan áhuga. Þúsundir stuðningsmanna Valencia héldu mótmælafund fyrir 3-2 tapleik á móti Las Palmas í október.
Kiat Lim er samt vel kunnugur öllum málum hjá Valencia enda hefur hann verið framkvæmdastjóri félagsins frá 2022. Þrátt fyrir það þykir hann ekki sjást mikið í borginni, ekki frekar en faðir sinn.
Inn á vellinum gengur líka illa. Valencia er bara í átjánda sæti eftir 3-3 jafntefli á móti Osasuna um helgina. Liðið er með jafnmörg stig en lélegri markatölu en Las Palmas sem situr í síðasta örugga sætinu.
COMUNICADO OFICIAL: KIAT LIM, NUEVO PRESIDENTE DEL VALENCIA CF
— Valencia CF (@valenciacf) March 3, 2025