Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 23:14 Lánið verði endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa í Bretlandi. AP/Kin Cheung Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina. Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina.
Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08