Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 23:14 Lánið verði endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa í Bretlandi. AP/Kin Cheung Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina. Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina.
Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08