Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 14:32 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð. Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð.
Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði