Þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar gegn Pétri Jóhanni Sigfússyni og Sverrir Þór Sverrissyni í tveimur liðum og safna stigum í allskyns þrautum um allan heim. Þeir fóru til Nýja-Sjálands, Nepal, Dúbaí, Filippseyja, Suður-Afríku, Sambíu, Eþíópíu, og Indlands í tökunum á þessari seríu.
„Þetta verður besta serían,“ segir Steindi og heldur áfram.
„Hingað til hafa seríurnar verið bundnar við einhverja heimsálfu en ekki núna, þetta er bara Alheimsdraumurinn og það vissi enginn hvert hann var að fara.“
„Þegar við lendum í nýju landi þá tekur á móti okkur einhver heimamaður sem fer með okkur upp á hótel og sér um okkar, og segir okkur að það sé gott að taka upp á ákveðnum stöðum. Og segir okkur síðan að fara varlega á einhverjum stöðum. Hann er svona aðeins að stýrast í okkur þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur þarna,“ segir Sveppi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.