Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 19:02 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“ Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“
Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira