Sport

Lárus hættir sem for­seti ÍSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lárus Blöndal hefur ákveðið að hætta sem forseti ÍSÍ.
Lárus Blöndal hefur ákveðið að hætta sem forseti ÍSÍ. vísir/vilhelm

Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar.

Lárus tók við sem forseti ÍSÍ 2013 en hann var áður varaforseti sambandsins í sjö ár og hefur setið í stjórn þess í 23 ár.

Í tilkynningu frá ÍSÍ í kvöld kemur fram að Lárus ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í embætti forseta sambandsins á 77. íþróttaþingi ÍSÍ 16.-17. maí.

„Ég geng mjög sáttur frá borði. ÍSÍ og íþróttahreyfingin stendur vel og á sterkum grunni. Það hefur oft verið krefjandi að sinna embætti forseta ÍSÍ meðfram vinnu og fjölskyldulífi, en einnig virkilega gefandi og spennandi. Ég hef verið afar lánsamur með samferðarfólk í leiðtogastörfum mínum í hreyfingunni og ég er mjög þakklátur öllu því góða fólki sem ég hef starfað með í gegnum árin,“ segir Lárus meðal annars í tilkynningu ÍSÍ.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við embætti forseta ÍSÍ má nefna Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra, þingmann og þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×