„Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Sonja Valdín er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hafði húmor fyrir mér og sagði bara að fólk mætti segja það sem það vildi. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Þetta var orðið mjög ýkt, skrýtið og svolítið hættulegt fyrir mig,“ segir Sonja Valdín um reynslu sína af Söngvakeppninni árið 2018. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Sonju í heild sinni: „Söngvakeppnin var örugglega það erfiðasta og þar byrjar þessi hugsun um að ég ætlaði bara að hætta þessu öllu,“ segir Sonja í viðtalinu. Hún var ein skærasta stjarna áhrifavaldaheimsins hérlendis og einn daginn ákvað hún að loka öllum sínum aðgöngum og draga sig í hlé. „Hata sjálfa mig smá fyrir það“ Árið 2018 tóku hún og Egill Ploder kollegi hennar úr Áttunni þátt í Söngvakeppninni. „Egill syngur ógeðslega vel og ég skil ótrúlega vel að hann langaði að taka þátt. Hann hefur alltaf verið mjög góður vinur, alltaf til staðar og alltaf peppandi. Hann vissi að ég var kvíðin á þessum tíma og sagði mér bara að hugsa þetta hvort mig langaði að vera með. Svo sagði hann: „Annars erum við nefnilega með aðra“. Ég sagði bara: „Nei, ekki að ræða það, ég tek þátt,“ segir Sonja og skellihlær. „Ég stal þessu af hinni söngkonunni og hata sjálfa mig smá fyrir það. Ég vildi prófa og þannig varð það.“ Hún segir að ferlið fram að undankeppninni hafi verið mjög skemmtilegt þar sem Sonja fékk meðal annars að læra söng heima hjá Birgittu Haukdal. „Svo gerist heill hellingur og þetta varð bara flopp í rauninni. Ég veit ekki hvernig ég á að tala um þetta. Ég hef aldrei talað um þetta. Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína þetta er svona: „Eigum við að segja Söngvakeppnin upphátt?“ Það hefur alltaf verið tabú orð.“ Fór að fá klikkað hatur Sonja segist hafa tekið lífinu af miklum léttleika á þessum tíma. „Allt var svolítið flipp fyrir mér og ég tók hlutunum ekki of alvarlega. Ég vildi reyna að hafa gaman að þessu. Ég lít alveg smá upp til mín þarna með það, þetta er ekki allt svona alvarlegt. Ég er svolítið að reyna að taka það hugarfar til baka núna.“ Atriðið klúðraðist og segist Sonja ekki hafa haft röddina til þess að standa undir því. „Ég reyndi að hafa húmor fyrir þessu. Ég hugsaði bara: „Mér er alveg sama, fólk má segja það sem það vill“. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Það voru þræðir á Beauty tips og Facebook síðum einungis um það hvað ég er léleg söngkona. Þá fóru að koma athugasemdir um hvað ég væri léleg í einhverju öðru og mikill hatur sem ég gat ekki tekið. Mér fannst líka ömurlegt að ég mátti ekki hafa húmor fyrir þessu, það var búið að taka það af mér að ég mætti hlæja af þessu. Allt í einu var eins og ég þyrfti bara að hugsa: „Já, ég er ömurleg, þetta er svona glatað“. Ég mátti ekki upplifa þetta á minn hátt og hafa gaman að því.“ Sonja Valdín ræddi um Söngvakeppnina í Einkalífinu. Hún hefur unnið mikil í andlegri heilsu sinni á undanförnum árum og segist sjaldan hafa verið á betri stað en nú.Vísir/Vilhelm Sálfræðimeðferðin hjálpaði mikið Sonja og Egill stóðu þétt við bakið á hvort öðru í gegnum þetta og Sonja leitaði sér sömuleiðis hjálpar. „Það hjálpaði helling að fara til sálfræðings. Ég fattaði líka að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Það var skrýtið að öllum fannst að þau mættu segja hvað sem er.“ Sonja fékk afsökunarbeiðni frá stelpunni sem byrjaði þráðinn á Beauty Tips hópnum. „Ég var löngu orðin vön því að fólk væri að bulla um mig, segja alls konar rugl um mig og ég nennti ekkert að bakka það upp.“ Þarna hafði þetta hins vegar gengið of langt. „Ég skrifaði undir eitthvað eitt ljótt komment: „Mér finnst þetta hafa gengið of langt, hvað er í gangi hérna? Getur einhver stoppað þennan þráð.“ Þá var honum eytt og stelpan sem bjó til þráðinn og hafði náttúrulega leyft hundruð kommenta að vera þarna sendi mér afsökunarbeiðni. Ég svaraði: „Ekkert mál, takk fyrir“. Hún sá að sér, gerði mistök og hún var líka bara ung. Ég sá mjög lengi ógeðslega eftir því að hafa tekið þátt en ekki lengur, það tók mig svo langan tíma en ég náði því.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03 Lærði mikið af öllu hatrinu „Ég hætti þegar ég fattaði að nú væri nóg komið. Ég var bara stanslaust í símanum og þetta varð að þráhyggju. Að verða háður þessu og því að fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls,“ segir fyrrum samfélagsmiðlastjarnan og leik-og söngkonan Sonja Valdín en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 23. febrúar 2025 07:01 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Sonju í heild sinni: „Söngvakeppnin var örugglega það erfiðasta og þar byrjar þessi hugsun um að ég ætlaði bara að hætta þessu öllu,“ segir Sonja í viðtalinu. Hún var ein skærasta stjarna áhrifavaldaheimsins hérlendis og einn daginn ákvað hún að loka öllum sínum aðgöngum og draga sig í hlé. „Hata sjálfa mig smá fyrir það“ Árið 2018 tóku hún og Egill Ploder kollegi hennar úr Áttunni þátt í Söngvakeppninni. „Egill syngur ógeðslega vel og ég skil ótrúlega vel að hann langaði að taka þátt. Hann hefur alltaf verið mjög góður vinur, alltaf til staðar og alltaf peppandi. Hann vissi að ég var kvíðin á þessum tíma og sagði mér bara að hugsa þetta hvort mig langaði að vera með. Svo sagði hann: „Annars erum við nefnilega með aðra“. Ég sagði bara: „Nei, ekki að ræða það, ég tek þátt,“ segir Sonja og skellihlær. „Ég stal þessu af hinni söngkonunni og hata sjálfa mig smá fyrir það. Ég vildi prófa og þannig varð það.“ Hún segir að ferlið fram að undankeppninni hafi verið mjög skemmtilegt þar sem Sonja fékk meðal annars að læra söng heima hjá Birgittu Haukdal. „Svo gerist heill hellingur og þetta varð bara flopp í rauninni. Ég veit ekki hvernig ég á að tala um þetta. Ég hef aldrei talað um þetta. Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína þetta er svona: „Eigum við að segja Söngvakeppnin upphátt?“ Það hefur alltaf verið tabú orð.“ Fór að fá klikkað hatur Sonja segist hafa tekið lífinu af miklum léttleika á þessum tíma. „Allt var svolítið flipp fyrir mér og ég tók hlutunum ekki of alvarlega. Ég vildi reyna að hafa gaman að þessu. Ég lít alveg smá upp til mín þarna með það, þetta er ekki allt svona alvarlegt. Ég er svolítið að reyna að taka það hugarfar til baka núna.“ Atriðið klúðraðist og segist Sonja ekki hafa haft röddina til þess að standa undir því. „Ég reyndi að hafa húmor fyrir þessu. Ég hugsaði bara: „Mér er alveg sama, fólk má segja það sem það vill“. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Það voru þræðir á Beauty tips og Facebook síðum einungis um það hvað ég er léleg söngkona. Þá fóru að koma athugasemdir um hvað ég væri léleg í einhverju öðru og mikill hatur sem ég gat ekki tekið. Mér fannst líka ömurlegt að ég mátti ekki hafa húmor fyrir þessu, það var búið að taka það af mér að ég mætti hlæja af þessu. Allt í einu var eins og ég þyrfti bara að hugsa: „Já, ég er ömurleg, þetta er svona glatað“. Ég mátti ekki upplifa þetta á minn hátt og hafa gaman að því.“ Sonja Valdín ræddi um Söngvakeppnina í Einkalífinu. Hún hefur unnið mikil í andlegri heilsu sinni á undanförnum árum og segist sjaldan hafa verið á betri stað en nú.Vísir/Vilhelm Sálfræðimeðferðin hjálpaði mikið Sonja og Egill stóðu þétt við bakið á hvort öðru í gegnum þetta og Sonja leitaði sér sömuleiðis hjálpar. „Það hjálpaði helling að fara til sálfræðings. Ég fattaði líka að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Það var skrýtið að öllum fannst að þau mættu segja hvað sem er.“ Sonja fékk afsökunarbeiðni frá stelpunni sem byrjaði þráðinn á Beauty Tips hópnum. „Ég var löngu orðin vön því að fólk væri að bulla um mig, segja alls konar rugl um mig og ég nennti ekkert að bakka það upp.“ Þarna hafði þetta hins vegar gengið of langt. „Ég skrifaði undir eitthvað eitt ljótt komment: „Mér finnst þetta hafa gengið of langt, hvað er í gangi hérna? Getur einhver stoppað þennan þráð.“ Þá var honum eytt og stelpan sem bjó til þráðinn og hafði náttúrulega leyft hundruð kommenta að vera þarna sendi mér afsökunarbeiðni. Ég svaraði: „Ekkert mál, takk fyrir“. Hún sá að sér, gerði mistök og hún var líka bara ung. Ég sá mjög lengi ógeðslega eftir því að hafa tekið þátt en ekki lengur, það tók mig svo langan tíma en ég náði því.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03 Lærði mikið af öllu hatrinu „Ég hætti þegar ég fattaði að nú væri nóg komið. Ég var bara stanslaust í símanum og þetta varð að þráhyggju. Að verða háður þessu og því að fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls,“ segir fyrrum samfélagsmiðlastjarnan og leik-og söngkonan Sonja Valdín en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 23. febrúar 2025 07:01 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
„Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03
Lærði mikið af öllu hatrinu „Ég hætti þegar ég fattaði að nú væri nóg komið. Ég var bara stanslaust í símanum og þetta varð að þráhyggju. Að verða háður þessu og því að fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls,“ segir fyrrum samfélagsmiðlastjarnan og leik-og söngkonan Sonja Valdín en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 23. febrúar 2025 07:01