Þetta gerir Hildur á Facebook-síðu sinni og með grein í Morgunblaðinu í morgun sem er undir yfirskriftinni „Inn í nýja tíma á grunni sjálfstæðisstefnunnar“.
Eins og fram kom í Pallborði Vísis eru þær tvær, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna, að kljást um formannsstólinn. Þar kom meðal annars fram að Áslaug þekkti flokkinn inn að beini. Hún taldi það styrk og svo gerir Hildur einnig.
„Hún þekkir hugmyndirnar, söguna, innviðina betur en við flest og hversu mikilvægt það er að við skiljum grunninn svo við getum stefnt inn í framtíðina.“
Víst er að það stefnir í gríðarlega baráttu. Þannig greindi Vísir frá könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið þar sem fram kemur að fleiri landsmenn vilji Guðrúnu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. En það hefur líklega ekki mikið að segja þegar inn á Landsfund er komið þar sem ræðst hver verður foringi Sjálfstæðismanna.