Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 10:52 Brimbrettafélagið hefur mótmælt harðlega fyrirhugðum framkvæmdum og segja þær munu eyðileggja einstakt íþróttasvæði. Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað nokkuð um málið en Brimbrettafélagið segir fyrirhugaðar framkvæmdir munu spilla öldusvæði sem sé einstakt á landsvísu. Úrskurðarnefndin fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við gerð landfyllingarinnar 12. febrúar síðastliðinn, á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að Brimbrettafélagið hefði, lögum samkvæmt, ekki rétt til að kæra ákvörðun bæjarstjórnar þar sem Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin væri ekki háð umhverfisáhrifum. Lögin gerðu aðeins ráð fyrir kæruaðild vegna framkvæmda sem væru háðar umhverfisáhrifum. Skipti þá engu þótt umrædd ákvörðun Skipulagsstofnunar hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar. Þá hefðu við meðferð málsins ekki komið fram neinar upplýsingar um að Brimbrettafélagið hefði yfir að ráða aðstöðu eða réttindum til brimbrettaiðkunar í grennd við framkvæmdasvæðið. „Verður ekki ráðið að kærandi eigi einstaklega og lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun umfram aðra. Verður ekki heldur séð að félagsmenn í kæranda eða umtalsverður hluti þeirra, eigi slíka beinna, sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn þessa máls, þannig þeim verði játuð kæruaðild,“ segir meðal annars í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur einnig kveðið upp bráðabirgðaúrskurð varðandi kröfur Brimbrettafélags Íslands um frestun réttaráhrifa, í tengslum við kæru félagsins vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um að landfyllingin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í málinu væri eingöngu deilt um lögmæti ákvörðunar Skipulagsstofnunar en ákvörðunin sem slík fæli ekki í sér sjálfstæða heimild til að hefja framkvæmdir. Þannig væru ekki skilyrði fyrir hendi til að fresta réttaráhrifum hennar. Það sé í raun undir framkvæmdaraðila komið hvort hann kjósi að bíða úrskurðar nefndarinnar í umræddu máli. Kröfu Brimbrettafélagsins væri því hafnað. Tengd skjöl 25_2025_Þorlákshafnarhöfn_PDF30KBSækja skjal 26_2025_ÞorlákshafnarhöfnPDF98KBSækja skjal
Ölfus Aldan í Þorlákshöfn Skipulag Hafið Deilur um iðnað í Ölfusi Brimbretti Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira