„Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 23:17 Lamine Yamal birti mynd af sér blóðugum eftir leikinn gegn Las Palmas. „Ekkert brot“ skrifaði hann og skellihlóg. @lamineyamal / getty / samsett Hansi Flick, þjálfari Barcelona, kallar eftir því að dómarar verndi leikmenn betur. Hann vonar að Lamine Yamal verði búinn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir um helgina þegar Barcelona mætir Atlético Madrid í spænska bikarnum á morgun. Yamal lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum eftir leik Barcelona og Las Palmas um helgina, þar sem margoft var brotið harkalega á honum. Þjálfarinn skildi óánægju leikmannsins og sagði dómara ekki vernda leikmenn nógu vel. „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram. Við þurfum að vernda leikmennina, það er eina vitið. Ekki bara einstaka leikmenn, heldur alla, en á Spáni viljum við öll sjá leikmenn taka menn á einn gegn einum, þeir sem geta komist framhjá varnarmönnum þurfa að njóta verndar svo þeir þori því.“ Yamal var oft tæklaður og kenndi sér meins en tókst samt að leggja upp mark.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Þrátt fyrir að hafa orðið illa fyrir barðinu tókst Yamal að leggja upp fyrra markið fyrir Dani Olmo í 2-0 sigri sem skaut Barcelona upp í efsta sæti deildarinnar. Yamal var síðan tekinn af velli á 85. mínútu og er tæpur fyrir leikinn á morgun í undanúrslitum bikarsins gegn Atlético Madrid, en þjálfarinn sagðist hafa „jákvæða tilfinningu“ og vonandi yrði Yamal klár í slaginn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum. 23. febrúar 2025 17:14 Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Atletico Madrid lyfti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Valencia í dag. Barcelona getur náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld. 22. febrúar 2025 19:41 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Yamal lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum eftir leik Barcelona og Las Palmas um helgina, þar sem margoft var brotið harkalega á honum. Þjálfarinn skildi óánægju leikmannsins og sagði dómara ekki vernda leikmenn nógu vel. „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram. Við þurfum að vernda leikmennina, það er eina vitið. Ekki bara einstaka leikmenn, heldur alla, en á Spáni viljum við öll sjá leikmenn taka menn á einn gegn einum, þeir sem geta komist framhjá varnarmönnum þurfa að njóta verndar svo þeir þori því.“ Yamal var oft tæklaður og kenndi sér meins en tókst samt að leggja upp mark.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Þrátt fyrir að hafa orðið illa fyrir barðinu tókst Yamal að leggja upp fyrra markið fyrir Dani Olmo í 2-0 sigri sem skaut Barcelona upp í efsta sæti deildarinnar. Yamal var síðan tekinn af velli á 85. mínútu og er tæpur fyrir leikinn á morgun í undanúrslitum bikarsins gegn Atlético Madrid, en þjálfarinn sagðist hafa „jákvæða tilfinningu“ og vonandi yrði Yamal klár í slaginn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum. 23. febrúar 2025 17:14 Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Atletico Madrid lyfti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Valencia í dag. Barcelona getur náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld. 22. febrúar 2025 19:41 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum. 23. febrúar 2025 17:14
Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Atletico Madrid lyfti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Valencia í dag. Barcelona getur náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld. 22. febrúar 2025 19:41