„Ég trúi þessu varla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 09:04 Eir Chang Hlésdóttir, Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Vísir/Bjarni Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira