Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar 25. febrúar 2025 08:03 Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun