Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar 25. febrúar 2025 08:03 Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun