Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar 24. febrúar 2025 09:30 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun