Þessi úrslit komu sér auðvitað einnig mjög vel fyrir West Ham sem er nú þrettán stigum frá fallsæti.
Þetta var líka langþráður sigur, sá fyrsti síðan að Hammers liðið vann Fulham um miðjan janúar.
Það var þó heimferð Potter sem vakti sérstaka athygli á samfélagsmiðlum.
Leikurinn við Arsenal var auðvitað á útivelli en samt í London þar sem bæði liðin eru þaðan.
Potter var ekkert að panta leigubíl eða mæta á eigin bíl eins og flestir gera í hans stöðu.
Potter ákvað frekar að nýta góðar almenningssamgöngur í London. Hann tók því bara lestina heim til síns eins og flestir stuðningsmenn West Ham liðsins.
Það sást mynd af honum í Jubilee lestinni eins og sjá má hér fyrir neðan.