Lífið

Þjóðin tjáir sig: Fá­rán­legt fyrir­komu­lag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.
Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025. Vísir/Viktor Freyr

Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína.

Sex atriði kepptu um að fá að vera fulltrúi Íslands á Eurovision í Basel í Sviss í vor. Á endanum höfðu VÆB-bræður öruggan sigur.

Ljósmyndarinn Hulda Margrét var á vettvangi og tók myndir fyrir Vísi af keppendum, kynnum, aðdáendum og öðrum skemmtiatriðum.

Vísir hefur líka tekið saman viðbrögð fólks á miðlinum X. Aðdáendum Bjarna Ara voru gefin góð ráð í byrjun kvölds. Einhver börn kusu hann þó greinilega.

Einum X-verja fannst auglýsing apóteks sniðug.

Annar taldi um hannaða atburðarás að ræða.

Táknmálstúlkar Rúv fengu mikið hrós

Börnin furðuðu sig á því að Ágúst skyldi ekki syngja á íslensku. Aðrir syrgdu glatað tækifæri.

Þrátt fyrir að Bjarni væri Elvis Íslands taldi Konni Waage sigurlíkurnar ekki miklar. Þrátt fyrir stjúpmömmu Harry Potter.

Júlí og Dísa vöktu lukka hjá sumum en öðrum ekki.

Eftir flutning VÆB voru margir tilbúnir að krýna þá sigurvegara.

VÆB var fulltrúi unga fólksins og greinilega „skítlibba“ líka.

Bjarni Ara átti sennilega hvergi jafn marga stuðningsmenn eins og á X. 

Lag Tinnu var greinilega fullkomið fyrir línudans. Svo voru einhverjir heldur neikvæðir.

Stebbi Jak á alltaf inneign hjá rokkhundum.

Einhverjum fannst hljóðblöndunin ekki nægilega góð hjá tæknimönnum Rúv.

Kvöldið í kvöld skar út um hvaða kynslóð ætti mesta inneign.

Hera Björk tók nokkur lög og vakti gríðarlega lukku í salnum. Netverjar voru misánægðir með hana.

Kynnarnir vöktu líka mismikla lukku. Sumir dýrkuðu þau, öðrum fannst kjánahrollurinn of mikill. Gunni Birgis á svo líka sína aðdáendur þrátt fyrir eitraða jákvæðni.

Þó nokkuð margir hneyksluðust á því að Rúv skyldi halda atkvæðagreiðslunni opinni á meðan stig dómnefndar voru kynnt.

TikTok-kynslóðin hafði vinninginn í kvöld.

Stuðningsmenn Bjarna syrgðu úrslitin (og fögnuðu sumir lengdum fresti).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.