Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:23 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 30 þúsund fermetra verslunar- og þjónustukjarna. Vísir/Egill Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar. Vogar Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar.
Vogar Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira