Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:23 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 30 þúsund fermetra verslunar- og þjónustukjarna. Vísir/Egill Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar. Vogar Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar.
Vogar Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira