Innlent

Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags.

Kennarar fjölmenntu á borgarstjórnarfund, þar sem nýr meirihluti var samþykktur. Við heyrum í oddvitum nýju borgarstjórnarflokkanna, sem leggja sérstaka áherslu á húsnæðismál. Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins bregst við nýjum meirihluta í beinni útendingu.

Aðalmeðferð fór í dag fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli níu einstalinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglunnar á mótmælum vegna ástandsins á Gasa. Fjörutíu mótmælendur voru beittir piparúða á mótmælunum, sem fóru fram fyrir utan ríkisstjórnarfund í Skuggasundi í lok maí í fyrra.

Í sportpakkanum heyrum við í knattspyrnumanninum Arnóri Sigurðssyni sem er á leið til Svíþjóðar eftir óvænt starfslok á Englandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 21. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×