Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 12:02 Stuðningsfólk Galatasaray hefur sýnt fána á við þennan á hverjum einasta Evrópuleik liðsins í vetur. Þessi var sýndur á leik liðsins við Tottenham í nóvember. Elif Ozturk/Anadolu via Getty Images Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht. Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht.
Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira