Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:31 Íslendingarnir hjá Fortuna Düsseldorf, Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Getty/ Lars Baron Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar. Þýski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar.
Þýski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira