Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun