Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. febrúar 2025 12:32 Inga Rún Ólafsdóttir mætir til fundarins á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira