Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:02 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu fyrir Inter Miami með liðsfélaga sínum Tadeo Allende. Getty/Kyle Rivas Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira