Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:02 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu fyrir Inter Miami með liðsfélaga sínum Tadeo Allende. Getty/Kyle Rivas Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn