„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 22:44 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sjá meira
„Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sjá meira