Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 12:05 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira