Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 09:32 Síðustu landsleikir Alberts voru fyrir ári síðan, í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Rafal Oleksiewicz Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni. Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira